Blessaður biskupinn gerir allt fyrir athyglina

Herra Karl Sigurbjörnsson biskup gerir allt til að beina sjónum almennings að sér. Þjóðkirkjan hefur klikkað í svo mörgum málum að það er ekki hægt að telja þau upp. En það var rétt af biskupi að klifra þarna upp á turninn. Hann sést ekki öðruvísi en í hæstu hæðum. Mikið verða íbúar í kringum Hallgrímskirkju fegnir þegar þeir losna við þennan endalausa hávaða. Og peningarnir sem fara í þessar viðgerðir, guð minn góður. En Þjóðkirkjan hirðir milljarða af ríkinu, þ.e. okkur mannfólkinu og gerir það sem henni sýnist. Mér er sama þótt Hallgrímskirkja sé kennileiti í Reykjavík, hún má grotna niður mín vegna. Guð er ekki í kirkjunni. Hann býr í okkur.
mbl.is Biskup blessar í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kirkjan klikkar á alla vegu... geðveikin byrjaði með biblíu, sem er skáldskapur kaþólsku kirkjunnar... og það allra besta, guð biblíu er alls ekki góður, hann elskar að drepa, og þá allra helst börn.
En ekki trúa mér, lestu biblíu... það er ekki til slík mannvonska í nokkurri bók, og íslendingar borga milljarði árlega til að styðja við þessa ímyndun

Og nei, guð er ekki til, þú bara heldur það vegna þess að þér hefur verið tjáð það frá barnæsku... nígeríusvindl kirkjunnar byriar við fæðingu hverrar manneskju

DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 19:35

2 identicon

Guð er víst til :D ef þetta er skáldskapur kaþólskratrúar þá er þetta besta skáldsaga sem ég hef lesið þvi hún fylgir manni alla ævi, þessi bók kenndi mér að fyrirgefa og elska alla i kringum mig og vera auðmjúkur, kenndi mér að ég hafði tilgang með lifinu þannig að ég þurfti ekkert að óttast að þegar ég dræpist þá myndi ekkert ské!, og að það sé einhver sem elskar okkur svo miklu meira heldur en það sem við teljum i okkar skilningi, þið kallið þetta heilaþvott?? ég þakka þessar skáldsögui um að hafa kennt mér guðhræðslu því af henni byrjaði ég læra visku, ég veit ekki með ykkur hin en mér finnst þetta mögnuð bók, og munið að lesa alla biblíunna því ef einhver reynir að commenta úr bibliunni án þess að hafa lesið hana ALLA þá er vart hægt að taka mark á því.

hmm (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Er það ekki ákvörðun morgunblaðsins að senda blaðamann á vettfang og taka mynd af athöfninni? Það er þá væntanlega mogginn sem ákveður að vekja athygli á þessu. Hallgrímskirkja er reyndar byggð samkvæmt lögum frá alþingi á sínum tíma en ekki samkvæmt ákvörðun kirkjunnar. Kirkjan hefur staðið sig vel í ákaflega í lang flestum málum og leitar allra leiða til að ná sátt í sínum málum. En það er náttúrulega þannig að henni er ekki alls varnað og alltaf má eitthvað betur fara. Og alltaf eru einhverjir sem sjá sem minnst gott í fari annarra, einstaklinga sem stofnana. Annars er Hallgrímskirkja eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar og falleg og glæsileg bygging allri þjóðinni til mikils sóma og hverrar krónu virði.

Gleðilegt sumar:-)

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 8.7.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: Anna  Andulka

Grétar minn. Þú heldur þó ekki að Mogginn hafi bara fundið á sér að biskup og félagar ætluðu upp í turninn? Að sjálfsögðu var blaðinu tilkynnt um þetta klifur af hálfu Biskupsstofu. Ljósmyndarar eru ekki staddir bara si svona fyrir algjöra tilviljun á þeim stöðum sem myndir eru teknar. O nei, ekki aldeilis. Ég er ekki sammála þér að Hallgrímskirkja sé glæsileg bygging. Fyrir mér er hún tákn um peningaaustur, hálftóm kirkja á sunnudögum og sú kirkja sem fyrir mér er hvað minnst hátíðleg og guðleg í Reykjavík. En það er mín persónulega skoðun og það er gott ef flestum finnst hún falleg því ekki hverfur hún sem helsta kennileiti borgarinnar. Óska þér líka gleðilegs sumars og velgengni áfram. Kærar kveðjur til ykkar Óskars.

Anna Andulka, 9.7.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband