Gott hjá Blaðamannafélaginu

Fáránlegt að dæma blaðamanninn. Auðvitað segir viðmælandinn bara fyrir dómi að hún hafi aldrei sagt þetta. Það þarf orðið að hafa allt á segulbandi, fólki er engan veginn treystandi. Það segir að svart sé svart í viðtali, les yfir og samþykkir og segir svo þegar blaðið kemur út að það hafi sagt að svart væri hvítt. Endalaus þvæla.Wink   Held samt að almenningi sé nokk sama hver segir sannleikann í málinu. Það eru bara fjölmiðlamenn sem hafa áhuga á öðrum fjölmiðlamönnum, það er staðreynd.
mbl.is Meiðyrðamáli vísað til Strassborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alls ekki sammmála því að það séu ""bara fjölmiðlamenn sem hafa áhuga á öðrum fjölmiðlamönnum".

Ég er bara venjuleg húsmóðir," ein af þessum "almenningi" en mér er langt frá því að vera sama um hvernig fjölmiðamenn sinna sínum störfum og því miður finnst mér fjölmiðlar okkar ekki beint til að hrópa húrra fyrir. Ég gæti nefnt dæmi en þetta er ekki vettvangurin.

Ég hef reyndar akkúrat engan áhuga á "fjölmiðlamönnum" heldur þeirri þjónustu sem þeir gefa notendum sínum.

Grundvallarkrafa til þjónustufyrirtækis er að þeir hafi aðgengilega notendadeild, þar sem notendur geti komið sínum athugasemdum (kannski þakkarorðum) á framfæri.Ég hef marg oft reynt að nálgast fjölmiðlastofnanir með fyrirspurnir en til þessa hef ég ekki fengið svör frá neinnri þeirra. Kannski mér að kenna því það er hugsanlegt að fyrirspurnin hafi verið stíluð á "vitlausa" deild fyrirtækisins og dottið af borðinu í stað þess að vera vísað áfram.

Þú virðist þekkja þennan geira svo kannski gætirðu frætt mig, sem notenda úr hóp "almennings" um hvernig ég gæti komið skoðunum mínum um frammistöðu fjölmiðlamanna á framfæri innan stofnananna sem þeir starfa hjá.

Tökum sem einfalt dæmi einhvern þátt "Ísland í dag" sem ég vildi gera athugasemd við eða fyrirspurn um.Hvert ætti ég að snúa mér til að koma skoðunum mínum sem notanda á framfæri?

Agla (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband