8.7.2009 | 18:48
Borgarastyrjöld?
Ég er hrædd um að Vilhjálmur Bjarnason hafi rétt fyrir sér. Fólk er alveg búið að fá nóg af þessu svínaríi á landinu. Við getum ekki endalaust tekið við svona fréttum að ríka fólkið fái sérstaka afgreiðslu á meðan fjölskyldufólk nær ekki endum saman og er að missa heimili sín. Þetta er algjörlega til skammar. Þetta endar með miklu meiri látum en búsáhaldabyltingin, svo mikið er víst. Þegar er farið að sletta málningu á hús útrásarvíkinganna og maður er bara hræddur um hvað gerist næst. Ég held að borgarastyrjöld sé næst á dagskrá.
Öryggi starfsmanna ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég segi nú fyrir mig að ef ég mundi mæta bankastjóraviðbjóði á götu mundi ég öruglega setja einn í smettið á honum! Þó alveg sértaklega á iceslave viðbjóðunum í Landsbankanum!
ómar (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.