23.5.2009 | 15:48
Er Bubbi á Austurvelli????
Maðurinn sem sagði í þættinum sínum á mánudaginn var, að það mætti halda að þetta fólk sem hefði tekið þátt í Búsáhaldabyltingunni hefði bara viljað koma Davíð Oddssyni frá völdum. Og var það ekki EGÓ sem spilaði fyrir framan Seðlabankann. Svei svona tækifærissinnum!
Leiðréttingu, ekki ölmusu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vertu ekki svona hlandvitlaus kona, búsáhaldarliðið vildi aðgerðir fyrir heimilin og bætt kjör. Það kom hinsvegar á daginn að þeir sem stóðu fyrir þessum mótmælum sem kennd eru við byltingu ( heimskulegasta sem ég veit um ) vildu koma sínu fólki til valda. Við erum í verri skít núna undir vinstri stjórninni en "bús byltingar liðið" lætur ekki í sér heyra. Af hverju? Það er vegna þess að forkálfar mótmæla vildu bara koma sínu fólki að kjötkötlum, auðvitað var fólk sem tók þátt í janúar sem hélt virkilega að hér væri verið að berjast fyrir almúgann. Þ.á.m Bubbi.. hann tekur amk aftur þátt núna og heldur baráttunni áfram en ungliðar VG, anarkistarnir og hitt hyskið sem hentu skyri í lögreglumenn, brutu rúður á Alþingi, gerðu þarfir sínar á tröppur Stjórnarráðs láta ekki sjá sig.
Nú fer hin alvöru heiðvirða, harðduglega þjóða að mótmæla VANHÆFUSTU ríkistjórn allra tíma sem nú er við lýði.
Fólkið sem mótmælir nú er amk ekki að beita ofbeldi eða skemmdarverkum
Baldur (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 16:07
Ótrúlegt hvað fáir mættu á þennan fund.
Spurning hvort að nú þegar vinstri flokkarnir eru komnir við völd.. að þá eru mótmælendurnir sáttir ... þótt allt sé í steik og nánast ekkert hafi lagast.
ThoR-E, 23.5.2009 kl. 16:39
Óttalega eru þetta hlandvitlaus tilsvör hjá ykkur.
Hvað mættu margir á fyrstu fundina með Herði Torfa? Ekki margir. Þar var ekki Bubbi Morthens til að trekkja að. Hversu margir mættu annars til að horfa á Bubba og hverjir mættu til samstöðumótmæla?
Þið alvitru getiði svarað því? Hljótið að geta það ef þið eruð strax búnir að sjá að núverandi ríkisstjórn sé "vanhæfasta ríkisstjórn allra tíma". Vitið þið kannski tölurnar í Lottóinu í kvöld?
Hvað gerist fyrir ykkur ef vaxtalækkunarferlið fer fyrir alvöru í gang (útflutningur eykst og staða fyrirtækja stórbatnar) og ferðamannasumarið skilar miklum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og ástandið lagast hægt og rólega?
Muniði samt tuða hér á Moggablogginu til að fá enn aðrar kosningar og reyna koma "vinstra pakkinu" frá?
Jóhann Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 17:38
Jóhann Björnsson sagði:
Hvað gerist fyrir ykkur ef vaxtalækkunarferlið fer fyrir alvöru í gang (útflutningur eykst og staða fyrirtækja stórbatnar) og ferðamannasumarið skilar miklum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og ástandið lagast hægt og rólega?
Það er þetta stóra EF í þessari spurningu sem þú setur fram. Ég get svarað því sem svo að það ER EKKERT EF. Ekkert af því sem þú virðist óska þér mun gerast á komandi mánuðum. Aðeins launakostnaður í ferðamennsku er bundinn íslenskum krónum. Nánast allt annað er aðflutt og verð á því nátengt erlendum gjaldmiðlum. Ferðamannaiðnaðurinn verður því mjög fljótur að bíta í skottið á sér og erlendir túristar upplifa Ísland sem rándýrt land innan nokkura mánuða, alveg eins og áður. Til viðbótar eru engin merki um að vaxtalækkunarferlið sé að fara að hefjast fyrir alvöru heldur tala sérfræðingar þvert á móti því.
Persónulega mætti ég á fundinn til að styðja málstað Hagsmunasamtaka Heimilanna því að málstaður okkar heimilanna á svo mikinn rétt á sér. Sitjandi ríkisstjórn ætlar sér að nota heimili landsins sem eldivið í hina gufuknúnu vél atvinnulífsins.
E.s. Ég var ánægður með Bubba þótt svo ég hafi ekki komið til að hlusta á hann. Hann þorir að kalla hlutina réttum nöfnum. Það hefur ríkt algjör þögn um aðgerðaleysi sitjandi ríkisstjórnar.
Kristinn (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:06
Jóhann Björnsson !!!! Er þetta siðbótin ykkar sem STJÓRNAR???? Núna. Ég hef greinilega lagt kolvitlausan skilning í orðið. X- Bað var þá!!!!!
Megi GÓÐUR GUÐ ,,REYNA" að hjálpa þér og vesalings SIÐBÓTAR fólkinu, ekki geta mannlegar verur gert það, svo mikið er víst.
Björn Jónsson, 23.5.2009 kl. 18:18
Það er EKKERT að gerast, mun EKKERT gerast. Það vita hugsandi menn að forkálfar VG geta ekki og munu aldrei hafa getu til þess að stjórna. Kommarnir að rétta skútuna við?? Kannski ef við viljum öll lifa sem þurfalingar og afætur á styrkjum í ríkisblokkum. Við viljum aðstæður sem gera okkur kleift að lifa mannsæmandi lífi, ekkert flókið
Baldur (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 19:36
Ad ímynda sér í eina sekúndu ad Bubbi Morthens hafi efni á thví ad tala um sidferdi eda skort á thví er klikkun á háu stigi.
Kalli Ball (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.