Hallgrímskirkja vanvirðir helgisiði.

"Á föstudaginn langa er yfirleitt ekki altarisganga, vegna þess að altarisgangan er samfundur við hinn upprisna, lifanda Drottinn. Engin kertaljós eru tendruð í kirkjunni. Altarið er nakið, án ljósa."

 Þetta held ég að flestir kristnir menn viti. Því varð ég ég yfir mig hissa þegar í kvöldfréttum í gær var sýnt frá Passíusálmunum í Hallgrímskirkju. Þar var stærðar kertastjaki, fullur af logandi sprittkertum.

Sjálf fór ég í Fríkirkjuna þar sem allir kirkjusiðir voru í heiðri hafðir. Altari nakið, engin ljós.

Hver ber ábyrgð á þessu broti á helgisiðum? Er það kirkjuvörður eða prestar Hallgrímskirkju?

 Svo óska ég öllu kristnu fólki gleðilegrar hátíðar þegar stærsta stund kristinnar sögu rennur upp á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband