Færi ekki um borð í Iceland Express vél!

Þetta eru þvílík skrapatól sem þeir hjá Iceland Express bjóða upp á. Endalausar bilanir, endalaust vesen að ferðast með þeim. Hljóta að fara á hausinn í haust, enda bjóða þeir ekkert betri fargjöld en Icelandair og eru með mun lakari þjónustu í alla staði.
mbl.is Bilun í vél Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað hefuru fyrir þér í því að þetta séu "skrapatól".........

Gunnar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ertu flugvirki eða sérfróð um flugvélar? Hvað fær þig til að lýsa yfir að flugvélar Iceland Express séu "skrapatól" ?

Brynja Hjaltadóttir, 28.6.2009 kl. 18:25

3 identicon

Þessar vélar eru ekkert meira skrapatól heldur en hver önnur.... Flugvélar slitna og bila eins og hver annar bíll, skip eða tæki. Flugvélar eru jafnvel af lagalegri skyldu undir meira eftirliti en önnur tæki og því er ekki hægt að fara fram á neitt betra.... flugvél er það tæki sem ber að vera í lagi því þú stoppar ekki á staðnum ef eitthvað er að og því er alltaf forgangur að koma vél á jörðina sem er með jafnvel smávægilega bilun, þó það trufli ekki flugeiginleika hennar.

Ragnar (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 18:49

4 identicon

Er algerlega ósammála þér, mjög ánægð með þjónustu Icel. Expr. Ferðast minnst 4x á ári með þeim og hef aldrei lent í neinu.  Ekki einu sinni seinkun.

Jóhanna E. (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 19:10

5 identicon

Hef einu sinni flogið með þeim og verð að segja það að það fór miklu betur um mig  í vél frá þeim heldur en í vél frá ríkisflugfélaginu Flugleiðum.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 19:46

6 identicon

Eru þetta ekki nákvæmlega sömu vélarnar og flugleiðir aka. aeroflot eru að fljúga? Sé þig ekki beint fyrir mér niðri á dekkjaverkstæði að ræða mismunandi dekkjamynstur á blöðrunum sem þú keyrir á, eða mismunandi tegundir af olíufilterum við strákana á bensínstöðinni með svona tali. Helst hallast ég að því að þú hafir ekki hundsvit á þvi sem þú ert að segja.

Ef einhvern tíma eru fréttir af háskaflugi, þá virðast þær fréttir oftast koma frá ríkisleiðum hf.

Menn sem hafa þurft að fljúga erlendis gegnum árin hafa sparað ófáar krónurnar með því að hafa ekki bara flugleiði á markaðnum. Það er amk einhver samkeppni þarna á milli.

joi (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 20:23

7 identicon

Vélar Icelandair bila ekkert sjaldnar.

Ég hef alveg lent í ýmsu hjá Icelandair sem ratar ekki í fjölmiðla en þeir tala um það hjá Icel. Expr að allt sem þeir lendi lendi helst framan á forsíðu á einhverju blaðinu.

Ég held að þetta sé bara gott dæmi um það hvernig "kolkrabbinn" virkar, þeir eru litlir og aumir hliðiná hinum og hinir eiga fleiri vini m.a. innan fréttastofanna.

Kveðja Ingvar Örn.

 * Ég hef lent í 23 klst töf hjá Icelandair sem kom aldrei fram í fjölmiðlum og svo hef ég lent í því að þurfa að bíða í Halifax í sólarhring vegna bilunar í vél hjá Icelandair.

Ingvar Örn Ingólfsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 21:32

8 identicon

Akkúrat Jói - áður en Iceland Express kom þurftum við að borga okurverð fyrir ferðir til Evrópu.

Ragnar Steinsen (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 21:36

9 identicon

Ættir að skoða skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa frá seinustu árum og sjá bilanir hinna félaganna.  Þá sérðu að það eru ekkert fleiri bilanir hjá Iceland Express en öðrum.  Fáránlegt að skrifa svona og vita ekkert um hvað þú ert að tala.  Flugvélar þurfa að standast og fara í reglulegar skoðanir til þess að mega fljúga... og Iceland Express fær engar undanþágur frá því.

Örvar Ingi Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:38

10 Smámynd: Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir

Ég hef aldrei lennt í seinkun hjá Express, og já sammála að vélarnar séu jafnvel þægilegri en hjá Icelandair. Þjónustan er ekki lakari heldur. Hvað flýgur þú oft ef ég má spyrja?

Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 28.6.2009 kl. 23:22

11 identicon

ég hef lent í 9 tíma seinkun hjá  Express frá dk en aftur á móti sólahrings seinkun með Icelandair.....

helga björg (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 00:14

12 identicon

Heil og sæl öllsömul.

Ég get ekki orða bundist yfir þessum skrifum. Allt í einu er Iceland Express  orðið yfir allt hafið. Ég lennti í 11 tíma seinnkun hjá þeim fyrir viku síðan. það kom ekki fram í fjölmiðlum!!! Finnst fólki allt í lagi að kaupa sér far í beinu flugi frá london til Íslands og lenda í því að millilenda í París án þess að hafa nokkurra vitneskju um það fyrr en stigið er um borð?

Finnst fólki allt í lagi að eiga flug til Íslands ákveðinn dag og þurfa að ferðast daginn eftir af því að Iceland Express ákváðu að fella niður flugið vegna lélegrar bókunar. Hvers eigum við að gjalda ?

 Icelandair er alvöru flugfélag sem Iceland Express er ekki, enda ekki flugfélag ,heldur ferðaskrifstofa. Icelandair er í IATA -International air transport association  sem eru samtök allra alvöru flugfélaga í heiminum sem þurfa að standast ákveðnar kröfur. Astreus sem er flugfélagið sem flýgur fyrir ferðaskrifstofuna Iceland Express er ekki í þessum samtökum. Hér fyrir ofan skrifar einhver Jói að hér ríki  samkeppni en hún er því miður ekki fyrir hendi,það eru klárlega samráð í gangi eins og hjá olíufélögunum enda vinirnir Pálmi og Jón Ásgeir/Hannes Smárason eigendur. Sjá Íslendengingar virkilega ekki hvernig landið liggur. Það verður ekki fyrr en flugfélag eins og Rayanair eða Norwegian fara að fljúga hingað sem við fáum alvöru samkeppni og lægra verð.

Gott hjá þér Anna Andulka að vekja athygli á þessu.

kveðja

Ólafur

ólafur (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 00:25

13 identicon

Ég kom heim snemma í morgun með "Surtsey" Flugleiða. Hljóðkerfið í afþreyingarkerfinu virkaði ekki af því einhver farþegi hafði víst sparkað örygginu í sundur á útleiðinni.

Mér finnst alltaf fyndið hvað það virðist auðvelt fyrir farþega að skemma rafkerfið í flugvélum alveg óvart.  Þeir ættu kannski ekki að hafa öryggin undir sætunum?  (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 00:28

14 identicon

Sem betur fer skiptir hljóðkerfið í flugvélunum ekki meginmáli

kv.

Óafur

Ólafur (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 01:02

15 identicon

Hvaða máli skiptir það mig sem kúnna hvort félagið er flugfélag eða ferðaskrifstofa, ef ég fæ ódýran miða? Og síðan hvenær þarf að tilkynna fjölmiðlum að seinkun hafi orðið á flugi?

Jóhann (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 07:12

16 identicon

Fór til Køben með Icelandair vél um daginn. Þegar vélin var rétt ólent var gefið í af flullu afli og flugið hækkað aftur. Fólk var skelkað og flugstjórinn tilkynnti um minniháttar bilun. Floginn var stór hringur yfir til Svíþjóðar og svo komið inn til lendingar í Køben á óvenju miklum hraða. Þegar vélin loks stöðvaðist tilkynnti flugstjórinn, að bilun hafi verið í flöbsunum sem hægja á vélinni fyrir lendingu. Þetta var ekki notaleg tilfinning og ég er sammála því að fréttir um bilanir rata miklu oftar í fjölmiðla þegar Iceland Express á í hlut.

Anton (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 09:12

17 identicon

Í þar síðustu viku átti vinkona mín bókað flug hún er með 6 vikna gamalt barn og vélin átti að fara klukkan 16:20 klukkan 13:30 hringir kona frá Iceland Express og spyr hvort að hún vilji taka mánudagsflugið ( í stað á föst) því að vélin væri ofbókuð. Vinkona mín tók það ekki í mál því að hún var á leiðinni á völlinn og búin að pakka öllu ungbarnadótinu. Þegar að hún kemur á völlinn var henni tilkynnt að vélin væri seinkuð til klukkan 20:00 en konan var ekkert að segja henni það í símann, svo endaði með því að vélinni var seinkað til 23:20. Vinkona mín varð ekkert smá pirruð og endaði með að afþakka flugið þann dag og fljúga á mánudeginum enda ekki gaman að vera í þessari bið með ungabarn. Faðir hennar var þá búin að keyra 250 km aðra leið til að sækja hana á völlinn úti (en hann býr úti) og sjálf þurfti hún að draga vinkonu sína aftur til Keflavíkur að sækja sig og fara heim. Það hefði verið hægt að spara henni ómakið með því að segja henni strax að það væri seinkun á vélinni þegar að konan hringdi kl 13:30.

Vinkona mín lenti í því í fyrra að hún átti að fljúga til London og taka tengiflug til Ítalíu. Þegar að hún mætti á völlinn var sagt við hana "ó var ekki búið að tilkynna þér að það sé 6 klst seinkun" vinkona mín sagði nei og ég á bókað tengiflug, þá var bara sagt við hana þú getur reynt að fá flug hjá Icelandair sem að hún gerði og borgaði 50 þús fyrir. Enn og aftur hefði Iceland Express tilkynnt henni þetta fyrr hefði hún getað gert aðrar ráðstafanir s.s reynt að breyta tengifluginu.

Ég myndi kannski ekki fullyrða að vélarnar eru verri hjá þeim þó svo að gott komment frá honum Ólafi fær mann samt til þess að spyrja sig hvort að það sé í raun munur á öryggi vélanna .

Góður punktur hjá þér líka með samkeppni Ólafur !!! Það hefur nokkrum sinnum hvarflað að mér að reyna að fá ódýrara flug með Iceland Express en ég fer út 3-4 sinnum á ári sjálf og ÁVALLT hefur Icelandair annað hvort verið aðeins ódýrari eða nokkrum prósentum dýrari en það lítið að það hefur ekki munað miklu og þægilegri tímasetning á flugi hefur bætt þann mun upp , því hefur Icelandair ávallt verið fyrir valinu !!!!

Hinsvegar finnst mér þjónusta Icelandair hafa hrakað undanfarin 10 ár, hér áður var flufvélamaturinn ótrúlegt en satt frábær hjá þeim og alltaf 1 stk vínglas með gjaldfrjálst en þessi Þjónusta hefur þó sigið á verri hliðina !!!!

Lenti nú samt alveg í leiðindaflugi með Icelandair til Flórida eitt sinn þar sem að þjónustan var fyrir neðan allar hellur. Kona með tvö ung börn mátti ekki fá lánaðan DVD spilara frá manninum sínum sem að sat á Saga Class (hún sat beint fyrir aftan hann með börnin) og við svo í næstu sætaröð. Það var ekkert sjónvarp fyrir þessar tvær sætaraðir og hún sagði konunni að við hefðum verið að kvarta að þau væru með DVD ekki við sem var bara rugl !!!! Svo vorum við gluggalaus því að þetta var við neyðarútgang !!! 7 tíma flug - enginn afþreying- og logið að konunni fyrir framan okkur um að við værum að kvarta- Fáranlegt enda erum við nú ekki beint fólk sem að setur athugasemdir við að börn fái afþreyingu í flugi

En af tveimur kostum kýs ég ICELANDAIR

Salamandra (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 09:16

18 identicon

Alltaf fyndið að sjá hversu heitar umræður flug til og frá landinu vekur.

Mikið skrifað að ofan af vankunnáttu en einnig margt satt og rétt.  Það er t.d. ekki rétt að oftar sé skrifað um Express þegar eitthvað gengur illa.  Það er einmitt oftar skrifað eða fjallað um þá þegar þeim gengur vel eða þurfa að fá ókeypis auglýsingu, enda augljós tengsl milli Express og 365 miðla eða hvað þetta heitir þessa dagana.

Ólafur, hefur það farið framhjá þér að það eru önnur flugfélög sem fljúga hingað, þar á meðal SAS?  British Airways reyndu það líka en gáfust upp eins og einhverjir muna kannski.  Flest flugfélög sjá sér nefnilega engan hag í að fljúga hingað, því eftir allt saman snýst þetta um að skila hagnaði og íslenski markaðurinn, eins agnarsmár og hann er, stendur ekki undir þeim kröfum.  Það er staðreynd að við íslendingar njótum aðeins allra þessara valkosta í áfangastöðum og tíðni vegna þess að leiðanet Icelandair hefur Keflavík að bækistöð.  Express kemur svo til viðbótar og reynir að fleyta rjómann af fjölsóttustu stöðunum.

Það er einmitt frekar fjallað um seinkanir eða bilanir hjá Icelandair heldur en Express, kannski af því að t.d. seinkanir eru svo tíðar hjá Express að það væri þá alltaf í fréttum og þeir yrðu nú ekki hrifnir af því.

Express og Icelandair nota EKKI sömu flugvélar, Astraeus notar mest Boeing 737 en Icelandair Boeing 757. 

Það sem vakti athygli mína við þessa frétt var að farþegum var ekki sagt frá neinu fyrr en eftir lendingu og ekki boðin áfallahjálp.  Skv. nýlegum fréttum af bilunum hjá Icelandair er þessu allt öðru vísi farið hjá þeim, þ.e. farþegum er sagt hvað er í gangi og þeim sem vilja boðin áfallahjálp í kjölfarið.  Þá fylgdi líka sögunni að áhöfn Icelandair hefði staðið sig einstaklega vel í að hlúa að farþegum.  Það verður að segjast að manni líður betur að fljúga með flugfélagi þar sem öryggið er haft að leiðarljósi og það sýnt í verki að umhyggja er borin fyrir farþegunum.

Whatsername (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 11:41

19 identicon

Veit ekkert um bilanir í flugvélum,gera bara einsog ég bara fljúga ekki Númi er svo svakalega lofthræddur.

Númi (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 12:41

20 Smámynd: Anna  Andulka

Góðan dag. Átti nú ekki von á svona miklum viðbrögðum þótt ég segði að ég færi ekki um borð í vél frá Iceland Express. Ég má hafa mína skoðun á því. Hins vegar virðist þessi yfirlýsing vekja harkaleg viðbrögð hjá mörgum sem skrifa. Það er alveg rétt hjá þeim sem segja mig ekki hafa hundsvit á þessu. Ég er ekki flugvirki, rétt er það, en þekki hins vegar marga flugvirkja og menn sem hafa vit á flugvélum. Sjálf hef ég flogið 2x með Iceland Express og fannst það OK, en hins vegar hafa mjög margir vinir mínir komið frá útlöndum með því flugfélagi og bera því ekki góða sögu.Alltof mikið um tafir, fólki ekki sagt frá með fyrirvara af miklum seinkunum, bilanir of tíðar og fleira. Iceland Express býður líka oft ferðir á mjög lágu gjaldi. Ég hef sest við tölvuna í nánast öll skiptin og verið komin inn á vefinn á sekúndunni 12 og þá er allt uppselt! Þetta er bara trix hjá þeim, enda þekki ég ekki nokkra manneskju sem hefur náð sér í þessa "ódýru" miða. Starfsfólkið á skrifstofunni var mjög óliðlegt einu sinni þegar ég hringdi til að leita upplýsinga og yfirhöfuð finnst mér þessi ferðaskrifstofa ekki góð. Síðustu utanlandferðir mínar hef ég farið með Icelandair, kýs fremur að millilenda í Kaupmannahöfn og halda þaðan áfram til áfangastaða með SAS eða öðrum flugfélögum. Annars skil ég ekki þessa hyper viðkvæmni í lesendum bloggsins. Má ekki anda á Iceland Express? Má ekki gagnrýna Iceland Express? Hvers vegna ekki? Þakka ykkur þitt innlegg Ólafur, Whatsername og Salamandra, þetta voru orðnar ansi einhliða skoðanir og lofgjörð á IE.!

Anna Andulka, 29.6.2009 kl. 12:54

21 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fug tefst vegna venjulega vegna lagfæringa ekki vegna bilanna.

Tíðar tafit = mikið lagað gott ástanad vélar.

Fátíðar tafir = lítið lagað vera ástand vélar.

Guðmundur Jónsson, 29.6.2009 kl. 13:36

22 identicon

Einföld speki hjá þér Guðmundur en gengur ekki alveg upp.

Alvöru flugfélög taka vélar sínar úr umferð á meðan er verið að laga ýmis atriði og yfirfara allt, en eru ekki með þær í áætlun á meðan, sem krefst þess að endalaust sé verið að laga eitthvað.  Auðvitað geta alltaf komið upp bilanir en það er langt í frá að allar tafir á flugi séu vegna bilana og lagfæringa þótt í einhverjum tilfellum eigi það við.  Oft er einfaldlega um að ræða lélegt skipulag og metnað til þess að halda áætlun.

Ef þú ert að halda því fram að fátíðar tafir hjá Icelandair séu vegna lítils viðhalds á vélunum þeirra, held ég að þú sért á algjörum villigötum.

Whatsername (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 14:58

23 Smámynd: Kommentarinn

Ég flýg mjög mikið og mín reynsla af þessum félögum er bara mjög svipuð. Ég þykist hinsvegar vita að Icelandair væri með mun hærra verð ef þeir sætu einir að markaðnum hérna. Ég fer því oftar með express...

Annars er grátlegt að búa ekki á meginlandinu þar sem maður getur fengið flug fyrir slikk...

Kommentarinn, 29.6.2009 kl. 16:31

24 identicon

Hef flogið töluvert með báðum þessum félögum en verð að segja að stuðullinn yfir það hvor er ósvífnari er sínu hærri hjá Icelandair. Fór í starfsmannaferð til Amsterdam,   hópur er taldi um 70 manns, á heimleið var ekki nógu matur handa öllum vantaði um 15 skammta, og svo þegar við lentum í Keflavík kom í ljós að það vantaði 4 starfsmenn, þeim hafði verið meinaður aðgangur uym borð í vélina þó þeir væru búnir að tékka sig inn og komnir með farmiða, skýringin..... Icelandair hafi ákveðið að yfirbóka vélina því það voru bókaður svo margir Sigurðsson og þvi reiknað með að þeir myndu ekki allir mæta.

Beint flug Egilsstaðir- Skotland.... varð Egilsstaðir, Skotland - Akureyri og biluð rútuferð um hánótt í kjölfarið til Egilsstaða, þeirra skýring var að starfsmenn flugvallar á Egilsstöðum hefðu ekki "nennt"  eða klúðrað því að hafa til brautina = hálkuvörn,  en starfsmenn á Eg sögðu að Icelandair hefði tilkynnt að þess þyrfti ekki þar sem lent yrði á Akureyri, hver sagði satt er enn ekki ljóst.

Fleiru þessu líku hef ég lent í hjá þeim og fékk mig fullsadda á að skipta við það félag og geri það ekki nema ekkert annað sé í boði.

Hvað Express varðar er þeirra mesta vandamál starfsmaður þeirra sem Kastrup skaffar þeim í inntékki,  en hún,  daman sú væri betur geymd þar sem ekki er annað fólk til að trufla hana, því  fólk sem tapar sér í bræðisköstum ætti að gera eitthvað annað en að þjónusta fólk, sá hana einu sinni tapa sér við konu á miðjum aldri sem var á leið til Keflavíkur en skildi hvorki dönsku eða ensku og var það nóg til þess að hún fékk þvílíkar svívirðingar yfir sig sem hún sem betur fer ekki skildi

(IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 18:17

25 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er ekki að halda neinu fram, bara að benda á þessa rökvillu og að tíðar tafir eru í fasa með viðhaldi flugvéla. Ég hef ekkert vit á fluvélum en veit þó að flugvélar fara í reglubundið viðhald eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar og flugfélagið eða ferðaskrifstofan sem rekur vélina ræður engu um það ferli. Allar vélar sem eru notaðar bila. Þegar um er að ræða flugmenn og flugvirkja þá eru þeir undir þrýstingi frá flugfélaginu og farþegum um að halda áætlun og nota vélina hugsanlega aðeins bilaða þegar minniháttar bilanir koma upp. Það fer svo eftir því hversu smámunasamir þeir eru hve oft vélinni seinkar vegna viðgerða. Flugmenn og flugvirkjar ráða engu um hve oft eða mikið vélarnar bil en þeir geta haft áhrif á hve mikið og oft er gert við þær og það kemur stundum fram í truflun á áætlun þeirra.

Tíðni tafa er því í beinum fasa með vinnu við viðhald vélarinnar utan hins reglubundna viðhalds.

Tíðar tafir = mikið viðhald

Ég veit ekki hvort smámunasemi flugvirkja og tíminn sem þeir eyða í viðgerðir séu í réttum fasa með öryggi vélanna en mér finnst það líklegt.

Guðmundur Jónsson, 29.6.2009 kl. 18:19

26 identicon

Ég hef alltaf reynt að skipta við Iceland Express og er ástæðan sú að ég vil hafa samkeppni á flugmarkaðnum. Samkeppni hefur í för með sér lægra verð og betri þjónustu.

Ég bjó erlendis sem námsmaður og áður en Iceland Express kom á markaðinn þá þurfti maður að borga offjár fyrir flugmiða báðar leiðir þegar maður þurfti bara miða aðra leið. Það var að visu hægt að kaupa flugmiða til baka sem gilti lengur en 3 mánuði en það kostaði offjár og borgaði sig aldrei. Í staðinn keypti maður miða fram og til baka og henti miðanum til baka. Eftir að Iceland Express kom þá gat maður keypt miða aðra leiðina og það var þvílíkur munur. Stuttu seinna var hægt að kaupa farmiða aðeins aðra leiðina hjá Icelandair og verð lækkaði.

Ég hef aðeins einu sinni lent í seinkun hjá Iceland Express og ég hef flogið að minnsta kosti 2svar á ári með þeim undanfarin ár.

Hrefna (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 22:58

27 identicon

Síðustu samskiptin mín við Iceland Express voru tau að ég aetladi að panta flug í gegnum netið tegar tad poppaði alltaf upp einhver gluggi og stóð internal error bleri bleri.... sem sagt ekki haegt ad panta í gegnum netið tà tók ég upp tólið og hringdi, byrjað à því ad heyra .......tú ert númer 7 rodinni.....eftir 20 mín tà er mér svarað og bið ég konu ad bóka fyrir mig tar sem netið þeirra er ekki í lagi, jà nei ekki hennar màl að síðan þeirra var ad bögga mig og sagðist hún þurfa að rukka mig um bókunargjald! Djofs þjónustulund sem ríkir hér à landi að tað er með ólíkindum! Iceland Express er ekki svo ódýrt heldur.......... ad þurfa ad borga yfir 50 tús Akureyri -Koben er nàttúrulega klikkun!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband